Veitu­stöðin

Grunnhugmyndin var að hanna húsnæði undir tveggja spenna dreifistöð, með góðu vinnuplássi, sem væri samt undir 15fm og því einungis tilkynningarskild fyrir byggingaráform. Þetta markmið hefur náðst með Veitu-stöðinni

Uppbyggingin

Stöðin er þannig uppbyggð: Sökkull er steyptur í tvennu lagi og boltaður saman. Veggir og þak eru úr límtréseiningum. Lúga/lok úr áli er á þaki sem má hífa frá og þannig hífa búnað inn í húsið. Veggir eru klæddir með klæðningu að vali viðskiptavinar.

Plássið

Stöðin rúmar vel 11kV 2+2felt, tvo lág­spennu­skápa/aflrofa­skápa, og allt að tvo 1600kVA spenna.

Einnig gæti verið hægt að setja einn 33/11kV 2,5MVA spenni og rofabúnað.

Einfalt að aðlaga

Við hönnunina var lagt upp með að auðvelt yrði að laga húsið að öðrum rekstri sem það kynni að þjóna, og fella það vel að umhverfi sínu. Þannig er hægt að velja nánast hvaða klæðningu sem er á húsin svo þau séu í stíl við annað í nágrenninu, eða í einkennislitum fyrirtækja sem reka þau.

Frekari útfærslu- og notkunar­möguleikar

Dælustöð/borholuhús hitaveitu. Dæla gæti staðið í „spennigryfju“ þar sem auðvelt væri að hífa hana niður í húsið.

Móttökustaður stórra heimtauga þar sem hægt væri að skipta rýminu upp. Veitufyrirtæki getur haft sinn búnað, spenni og rofa aflokaðan innar í stöðinni og viðskiptavinur með sitt móttöku- eða tæknirými að framan með sameiginlegan inngang.

Hafðu samband

Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar, teikningar eða tæknilýsingar.

rafrad@rafrad.is

8 500 800 (Páll)

617 62 63 (Ársæll)