Ég, Páll Þór Vilhelmsson er stofnandi og eigandi Rafráðs ehf. Ég er menntaður rafvirki frá Tækniskólanum og Raf- og rekstrariðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að vera byggingarstjóri, hönnuður og löggiltur rafvirkjameistari.
Mikið af minni reynslu kemur frá Orkuveitu Reykjavíkur en þar starfaði ég í 15 ár á ýmsum sviðum. Má þar nefna rafvirki og á bakvöktum í veitukerfi Veitna, hönnuður, aðgerðarstjórn og vaktmaður í virkjunum ON, verkstjóri rafvirkja veitna og sem verkefnastjóri.
Ég hef einnig tekið að mér verkefni samhlið starfi hjá Veitum, sem byggingarstjóri á nýbyggingum, rafvirkja meistari og hönnun á raflagnateikningum.